Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. janúar 2018 20:16
Ingólfur Stefánsson
Allardyce: Rangstöðumarkið drap okkur
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce stjóri Everton var ósáttur með sína menn eftir 4-0 tap gegn Tottenham í dag. Hann segir að leikmenn liðsins hafi gefist upp eftir að Harry Kane kom Tottenham í 2-0 með rangstöðumarki.

„Við vildum fá rangstöðu í öðru marki þeirra. Það var lykil augnablik í leiknum. Það þýðir þó ekki að við eigum að gefast upp og hætta að bera ábyrgð eins og við gerðum."

Everton mistókst að ná skoti á markið í leiknum. Þeir munu mæta West Brom næstu helgi og Sam segir að liðið þurfi að vinna mikið á æfingasvæðinu á komandi viku.

„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með leikmenn mína í dag. Við þurftum að reyna að vinna okkur aftur inn í leikinn en ekki gefast upp. Ég hef ekki séð svona frammistöðu frá því að ég kom og ég mun vinna í þessu strax á morgun."


Athugasemdir
banner