sun 14. janúar 2018 05:55
Fótbolti.net
Ísland mætir Indónesíu klukkan 12
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Íslands.
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Íslands.
Mynd: KSÍ - Óskar Örn Guðbrandsson
Leikvangurinn í Jakarta.
Leikvangurinn í Jakarta.
Mynd: Twitter
A-landslið karla leikur í dag, sunnudag, seinni leik sinn gegn Indónesíu, en leikurinn fer fram á Gelora Bung Karno vellinum í Jakarta. Hefst hann klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Liðið æfði í gær á keppnisvellinum, en völlurinn er mjög stór og tekur um 76.000 manns í sæti. Samkvæmt upplýsingum KSÍ er uppselt á leikinn og verður stemningin því væntanlega frábær.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolti.net að byrjunarliðið yrði reyndara í þessum leik en það var í leiknum gegn indónesíska úrvalsliðinu á fimmtudaginn.

Smelltu hér til að hlusta á upphitun fyrir leikinn og viðtalið við Heimi.

Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson mun ekki vera með í leiknum í dag en hann fékk aðeins leyfi frá félagsliði sínu, Bröndby í Danmörku, til að taka þátt í fyrri leiknum.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og þá verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.

Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið og viðtal við Albert Guðmundsson, einn efnilegasta leikmann Íslands, sem valinn var maður leiksins á fimmtudaginn.

Albert Guðmunds: Þarf að vinna fyrir því að komast á HM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner