Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. janúar 2018 09:15
Magnús Már Einarsson
Barist um Sanchez - Aubameyang orðaður við Arsenal
Powerade
Aubameyang gæti verið á leið til Arsenal.
Aubameyang gæti verið á leið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez er á sínum stað í slúðurpakka dagsins.
Alexis Sanchez er á sínum stað í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Janúar glugginn hefur verið líflegur og félagaskiptasögurnar halda áfram að fljúga. Kíkjum á slúður dagsins.



Arsenal er í viðræðum um kaup á Pierre-Emerick Aubameyang (28) framherja Borussia Dortmund. Aubameyang á að fylla skarð Alexis Sanchez sem er á förum. (Mirror)

Arsenal ætlar að reyna að kaupa Aubameyang á 53 milljónir punda. (Mail)

Chelsea hefur blandað sér í baráttuna um Sanchez en Manchester United vonast til að landa leikmanninum með því að bjóða Arsenal að fá Henrikh Mkhitaryan (28) í skiptum. (Telegraph)

Cristiano Ronaldo (32) vill fara frá Real Madrid og ganga í raðir Manchester United á nýjan leik. (AS.com)

Emre Can (24), miðjumaður Liverpool, segist ekki hafa gengið frá samkomulagi við Juventus. Can verður samningslaus í sumar en hann segist ennþá vera í viðræðum um framlengingu á samningi hjá Liverpool. (Times)

Swansea hefur rætt við Atletico Madrid um að fá framherjann Kevin Gameiro (29) og miðjumanninn Nicolas Gaitan (29) til félagsins. (Wales Online)

Everton ætlar að reyna að kaupa Theo Walcott (28) frá Arsenal á 20 milljónir punda fyrir helgi. (Mirror)

Bournemouth hefur rætt við Arsenal um að fá Walcott á láni út tímabilið. (Sun)

Sevilla vonast til að krækja í framherjann Michy Batshuayi á láni frá Chelsea. (ESPN)

Bouna Sarr (25) miðjumaður Marseille hefur áhuga á að fara í ensku úrvalsdeildina en Leicester hefur sýnt honum áhuga. (L'Equipe)

Ryan Giggs, nýráðinn landsliðsþjálfari Wales, gæti fengið Paul Scholes með sér í þjálfaraliðið. (Mail)

West Ham óttast að Andy Carroll (29) vilji fara til Chelsea en hann hefur verið orðaður við félagið. (Mirror)

Aðrar fréttir segja að Carroll fari ekki fet. Chelsea vill fá hann á láni en West Ham er einungis til í að selja. (London Evening Standard)

Julien Laurens, sérfræðingur í franska boltanum, er viss um að Neymar og Kylian Mbappe, leikmenn PSG, eigi báðir eftir að ganga í raðir Real Madrid einn daginn. (BBC Radio 5 Live)

West Ham ætlar að bjóða tólf milljónir punda í Tom Cairney (26) miðjumann Fulham. (Sun)

Amanda Staveley ætlar að hækka tilboð sitt í Newcastle upp í 300 milljónir punda. (Express)

Paul Lambert, nýráðinn stjóri Stoke, fær eina milljón punda í bónus ef hann tekst að bjarga liðinu frá falli. (Telegraph)

Cardiff hefur rætt við Bournemouth um að fá framherjann Lewis Grabban (30) í sínar raðir. (Bournemouth Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner