þri 16. janúar 2018 12:34
Elvar Geir Magnússon
Mignolet ósáttur við ákvörðun Klopp: Ekki jákvæð staða
Mignolet er kominn á bekkinn.
Mignolet er kominn á bekkinn.
Mynd: Getty Images
Simon Mignolet, markvörður Liverpool, er ósáttur við það hvernig knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp höndlar markmannsmál félagsins. Belginn viðurkennir að vera að íhuga framtíð sína hjá félaginu eftir að Klopp setti Loris Karius í rammann.

Mignolet hefur ekki spilað síðan á fyrsta degi ársins og fyrir sigur Liverpool gegn Manchester City sagði Klopp að Karius væri orðinn aðalmarkvörður.

Karius var ekki sannfærandi í leiknum gegn City en þó er búist við því að hann verði í markinu gegn Swansea næsta mánudag.

„Fyrir tíu dögum síðan, eftir leikinn gegn Burnley, átti ég samræður við Klopp. Yfir jólatörnina hafði hann aftur verið að skipta á markvörðum og ég sagði að ég teldi þetta ekki vera jákvæða stöðu fyrir markmann," segir Mignolet við belgíska fjölmiðla.

„Klopp sagði mér þá það sem var staðfest fyrir og eftir leikinn á sunnudaginn. Ég er ekki sáttur með það en engin stór orð hafa þó verið sögð eftir það."

„Auðvitað er ég ekki sáttur en maður verður að virða ákvörðun þjálfarans. En ég þarf að hugsa um mína framtíð. Eina sem ég get gert er að einbeita mér að æfingum og gera mitt besta. Ég er 30 ára og HM er framundan. Þessi staða getur ekki varið lengi. Ég get ekki sagt meira en það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner