Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 16. janúar 2018 15:46
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már til St. Gallen (Staðfest)
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur gengið til liðs við svissneska félagið St Gallen á láni frá Grasshopper. Hinn 27 ára gamli Rúnar þekkir svissnesku deildina vel en hann hefur leikið með Grasshopper í eitt og hálft ár.

St. Gallen er í 4. sæti í svissnesku deildinni, þremur stigum á undan Grasshopper sem er í sjötta sætinu.

Rúnar Már átti ekki fast sæti í liði Grasshopper síðustu vikurnar en nokkur félög hafa sýnt honum áhuga að undanförnu.

Rúnar, sem er að berjast um sæti í íslenska landsliðshópnum fyrir HM, ákvað að ganga í raðir St. Gallen.

„Með því að fá Rúnar Sigurjónsson þá höfum við krækt í reyndan leikmann sem gefa okkur nauðsynlega breidd á miðjunni," sagði Alain Sutter íþróttastjóri St. Gallen.

„Rúnar er mjög metnaðarfullur leikmaður sem vill sanna sig hjá St.Gallen."



Athugasemdir
banner
banner
banner