Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. janúar 2018 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Heimasíða Maccabi Tel Aviv 
Viðar Örn skráði sig á spjöld sögunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir 13 sekúndur í leik Maccabi Tel Aviv og Maccabi Haifa í úrvalsdeildinni í Ísrael í gærkvöldi.

Þetta er fljótasta mark sem skorað hefur verið í sögu Maccabi Tel Aviv og má með sanni segja að Viðar hafi skráð sig í sögubækurnar.

„Allir fóru að velta því fyrir sér hvort einhver hefði verið fljótari að skora fyrir Maccabi Tel Aviv í sögunni. Svarið er NEI!" sagði á heimasíðu ísraelska félagsins í dag.

Viðar bætti þarna 56 ára gamalt met sem Moshe Asis átti þegar hann skoraði eftir 17 sekúndur í 4-2 sigri á Hapoel Sderot í bikarnum. Maor Bozaglo skoraði líka eftir 17 sekúndur árið 2010 en næstu menn þar á eftir skoruðu eftir 30 sekúndur.

Þetta var ekki eina mark Selfyssingsins í gær en hann skoraði tvö í leiknum sem endaði 3-1 fyrir Tel Aviv.

Viðar er næst-markahæstur í deildinni með 10 mörk á tímabilinu.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Viðar skoraði eftir fjórtán sekúndur



Athugasemdir
banner
banner
banner