þri 16. janúar 2018 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn - Byrjunarlið: Jón Daði byrjar - Axel á bekknum
Jón Daði fær tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Jón Daði fær tækifæri til að láta ljós sitt skína.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það verða fimm leikir enska FA-bikarsins endurspilaðir í kvöld og koma tvö úrvalsdeildarlið við sögu. Þetta eru leikir í 3. umferð bikarsins og er sæti í 4. umferð í húfi.

Leicester City tekur á móti Fleetwood Town. Jamie Vardy er á bekknum gegn sínum gömlu félögum. Vardy kom til Leicester frá Fleetwood á sínum tíma en hjá Leicester hefur hann m.a. orðið Englandsmeistari með Leicester.

Hann ber miklar taugar til Fleetwood og hver veit nema hann komi inn á og setji sitt mark á leikinn.

West Ham spilaði hörmulega gegn Shrewsbury fyrir nokkrum dögum síðan og enduðu þá leikar með markalausu jafntefli. West Ham þarf að spila betur í kvöld til þess að eiga einhvern séns.

Byrjunarlið West Ham er nokkuð sterkt og en athygli vekur að hinn ungi Reece Oxford byrjar. Oxford þykir eiga bjarta framtíð fyrir höndum en hann var á dögunum kallaður til baka úr láni frá þýska félagnu Borussia Mönchengladbach.

Að lokum ber svo að nefna það að Jón Daði Böðvarsson fær að byrja hjá Reading sem mætir Stevenage. Jón Daði fær tækifæri til að láta ljós sitt skína og vonandi gerir hann það.

Axel Óskar Andrésson er á varamannabekknum hjá Reading.

Byrjunarlið Leicester gegn Fleetwood: Jakupovic, Amartey, Dragovic, Benalouane, Fuchs, Iborra, Silva, Mahrez, Gray, Iheanacho, Slimani.

Byrjunarlið Fleetwood gegn Leicester: Neal, Bell, Pond, Hiwula, Dempsey, McAleny, Bolger, Glendon, Jones, Hunter, Schwabl.

Byrjunarlið West Ham gegn Shrewsbury: Hart, Byram, Burke, Ogbonna, Masuaku, Obiang, Oxford, Cullen, Lanzini, Martinez, Ayew.

Byrjunarlið Shrewsbury gegn West Ham: Henderson, Riley, Lowe, Godfrey, Sadler, Beckles, Whalley, Ogogo, Nolan, Nsiala, Payne.

Byrjunarlið Reading gegn Stevenage:Jaakkola, Gunter, Bacuna, Ilori, Blackett, Edwards, Kelly, Clement, Beerens, Aluko, Jón Daði Böðvarsson.




Leikir kvöldsins:
19:45 Leicester - Fleetwood Town (Stöð 2 Sport)
19:45 Mansfield - Cardiff
19:45 Sheffield Wed. - Carlisle
19:45 West Ham - Shrewsbury
20:00 Reading - Stevenage



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner