þri 16. janúar 2018 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndbandsdómgæsla notuð í marki Iheanacho
Mynd: Getty Images
Kelechi Iheanacho var á eldi þegar Leicester hafði betur gegn Fleetwood Town í enska bikarnum í kvöld. Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri.

Iheanacho hefur fengið fá tækifæri á tímabilinu og hefur það komið nokkuð á óvart. Hann fékk hins vegar tækifæri í kvöld sem hann nýtti nánast fullkomlega.

Annað mark hans var þó upprunalega dæmt af vegna rangstöðu. Dómarinn leit þó aftur yfir atvikið með hjálp myndbandsdómara og eftir það dæmdi hann markið gott og gilt.

Þetta er fyrsta markið á Englandi sem er dæmt gott og gilt með hjálp myndbandsdómgæslu.

Prófað hefur verið að nota myndbandsdómgæslu í ensku bikarkeppninni að undanförnu og virðist það virka vel.

Smelltu hér til að sjá atvikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner