þri 16. janúar 2018 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Ronaldinho leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Ronaldinho er hættur.
Ronaldinho er hættur.
Mynd: Getty Images
Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur formlega lagt skóna á hilluna, en þetta var tilkynnt í kvöld.

„Hann er hættur, þetta er búið," sagði umboðsmaður og bróðir Ronaldinho, Roberto Assis, í kvöld.

Ronaldinho hóf feril sinn með Gremio í Brasilíu áður en hann fór til Paris Saint-Germain árið 2001. Ronaldinho fór til Barcelona árið 2003 og er hvað þekktastur fyrir tíma sinn þar.

Hann yfirgaf Barcelona árið 2008 og við það færðist athyglin á argentískan strák að nafni Lionel Messi.

Ronaldinho spilaði með AC Milan, Flamengo, Atletico Mineiro, Querétaro í Mexíkó og Fluminense eftir að hann yfirgaf Börsunga.

Ronaldinho er í dag 37 ára gamall en hann vann HM með Brasilíu 2002 og Meistaradeildina með Barcelona árið 2006. Hann var valinn besti leikmaður heims (Balon d'Or) árið 2005.

Ronaldinho hefur ekki spilað alvöru fótboltaleik síðan 2015 en í kvöld var það formlega tilkynnt að hann væri hættur.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner