Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 16. janúar 2018 23:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Jón Daði fékk kampavínsflösku og bolta í verðlaun
Mynd: Getty Images
Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson átti eftirminnilegt kvöld í kvöld. Hann skoraði öll mörk Reading í 3-0 sigri á Stevenage í endurteknum leik í ensku bikarkeppninni í kvöld.

Selfyssingurinn kom Reading yfir á 32. mínútu og var búinn að skora aftur áður en dómarinn flautaði til hálfleiks. Staðan var 2-0 og óhætt að segja að Jón Daði hafi átt stóran þátt í því.

Jón Daði fullkomnaði svo þrennu sína þegar um 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum.

Sjá einnig:
Jón Daði skoraði þrennuna í sitthvorri treyjunni

Eftir verðlaun fékk Jón Daði góð verðlaun. Hann fékk kampavínsflösku og svo fékk hann að eiga boltann sem spilað var með í kvöld eins og hefðin er þegar leikmenn skora þrennu.

Mynd af þessu er hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner