mið 17. janúar 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Puel ánægður með markið sem var dæmt eftir myndbandsdómgæslu
Claude Puel.
Claude Puel.
Mynd: Getty Images
Síðara mark Leicester í 2-0 sigri á Fleetwood í enska bikarnum í gær komst í sögubækurnar. Um var að fyrsta markið á Englandi þar sem myndbandsdómgæsla er notuð.

Kelechi Iheanacho skoraði markið en vafi lék á því hvort hann væri rangstæður eða ekki.

Eftir hjálp frá myndbandsdómara þá ákvað Jonathan Moss dómari leiksins að láta markið standa þar sem Iheanacho var réttstæður.

„Ég held að þarna höfum við séð stöðu þar sem þetta er mikilvægt," sagði Claude Puel, stjóri Leicester, eftir leik.

„Þetta var gott fyrir okkur. Myndbandsdómgæslan er ekki fullkomin því að við hefðum átt að fá aukaspyrnu þegar var brotið á (Vicente) Iborra en þetta var flott í markinu."

Smelltu hér til að sjá atvikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner