Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 17. janúar 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Dybala tæpur fyrir leikinn gegn Tottenham
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala og Claudio Marchisio, leikmenn Juventus, verða fjarri góðu gamni næstu vikurnar.

Dybala meiddist á ökkla í síðasta leik fyrir jólafrí á meðan Marchisio hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Juventus reiknar ekki með að leikmennirnir snúi aftur til æfinga fyrr en í fyrsta lagi í byrjun febrúar.

Þeir missa því af næstu leikjum Juventus og eru tæpir fyrir fyrri leikinn gegn Tottenham í 16-liða úrslitunum í Meistaradeildinni þann 13. febrúar.

Dybala, sem mætir Íslandi með Argentínu á HM í sumar, hefur skorað 14 mörk í 19 leikjum í Serie A í sumar en hann hefur ekki komist á blað í Meistaradeildinni.

Góðu fréttirnar fyrir Juventus eru þær að Gianluigi Buffon og Juan Cuadrado verða líklega báðir klárir í slaginn gegn Genoa á mánudaginn eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner