Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. janúar 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Slimani og Ulloa mögulega förum frá Leicester
Islam Slimani.
Islam Slimani.
Mynd: Getty Images
Besiktas hefur sýnt áhuga á að fá Islam Slimani, framherja Leicester, í sínar raðir. Fikret Orman, forseti Besiktas, var mættur á King Power leikvanginn í gær til að sjá Slimani mæta Fleetwood í enska bikarnum.

Slimani varð dýrastur í sögu Leicester sumarið 2016 þegar hann kom til félagsins á 28 milljónir punda.

Slimani kom til Leicester eftir að félagið varð enskur meistari en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.

Leonardo Ulloa er annar framherji sem gæti verið á förum en Aston Villa hefur óskað eftir að fá hann á láni auk þess sem fleiri félög hafa sýnt áhuga.

Claude Puel, stjóri Leicester, er sagður vera tilbúinn að hlusta á tilboð í alla framherja sína fyrir utan Jamie Vardy og Shinji Okazaki.
Athugasemdir
banner
banner