Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. janúar 2018 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH-banar nota Tinder til að kynna nýja leikmenn
Úr leik FH og Braga síðasta sumar.
Úr leik FH og Braga síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er tísku hjá fótboltaliðum að kynna nýja leikmenn á sem áhugaverðastan hátt. Hafa lið notað samfélagsmiðla sem og aðrar leiðir eins og tölvuleikinn Football Manager.

Portúgalska liðið, SC Braga fór aðra og skemmtilega leið þegar félagið tilkynnti um kaup á Riccardo Ryller og Andrej Lukic.

Braga, sem kom í veg fyrir að FH yrði með í Evrópudeildinni á þessu tímabili notaði stefnumótaappið vinsæla, Tinder til að tilkynna um komu Ryller og Lukic til félagsins.

Félagið fletti í gegnum Cristiano Ronaldo og bökumarkvörðinn Wayne Shaw í leit sinni að leikmönnum.

Hér að neðan má sjá myndband af þessu.



Athugasemdir
banner
banner
banner