Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 17. janúar 2018 22:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Íslandsmeistararnir með sín fyrstu stig
Óli Karl Finsen (hér til vinstri) var á skotskónum.
Óli Karl Finsen (hér til vinstri) var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 0 - 2 Valur
0-1 Ólafur Karl Finsen ('27)
0-2 Andri Adolphsson ('64)

Íslandsmeistarar Vals höfðu betur þegar liðið mætti Fram í Reykjavíkurmótinu í kvöld. Leikurinn var í Egilshöll.

Valur mætti með sterkt lið til leiks en Hlíðarendafélagið hefur verið að gera stóra hluti á leikmannamarkaðnum í vetur. Einn af þeim leikmönnum sem hafa samið við félagið, Ólafur Karl Finsen, kom Valsmönnum yfir á 27. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.

Um miðbik seinni hálfleiks bætti Andri Adolphsson, sem byrjaði á bekknum, við öðru marki.

Lokatölur urðu 2-0 eru komnir á blað í Reykjavíkurmótinu eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Fram hefur eitt stig, en þetta var annar leikur Safamýrarliðsins í mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner