banner
   mið 17. janúar 2018 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamótið: FH og ÍA með stórsigra
Helena Ósk gerði tvö fyrir FH.
Helena Ósk gerði tvö fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH og ÍA unnu stórsigra í Faxaflóamóti kvenna á þessu ágæta miðvikudagskvöldi.

FH mætti HK/Víkingi í Kórnum en bæði þessi lið leika í Pepsi-deildinni næsta sumar. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst FH í 2-0 snemma í fyrri hálfleiknum.

Helena Ósk Háldándardóttir átti góðan leik en hún gerði annað mark sitt og þriðja mark FH á 87. mínútu.

FH hefur unnið báða leiki sína í Faxaflóamótinu og er með sex stig. Þetta var fyrsti leikur HK/Víkings.

ÍA burstaði Gróttu á Seltjarnarnesi með fjórum mörkum gegn engu. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í mótinu, en þau leika í B-riðli.

A-riðill
HK/Víkingur 0 - 3 FH
0-1 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('53)
0-2 María Selma Haseta ('55)
0-3 Helena Ósk Hálfdánardóttir ('87)

B-riðill
Grótta 0 - 4 ÍA
0-1 Aldís Ylfa Heimisdóttir ('23)
0-2 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('26)
0-3 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('59)
0-4 Róberta Lilja Ísólfsdóttir ('63)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner