mið 17. janúar 2018 23:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Leikmennirnir í tárum í búningsklefanum"
Daniel Farke, stjóri Norwich.
Daniel Farke, stjóri Norwich.
Mynd: Getty Images
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá eru þetta vonbrigði, sumir af strákanna sitja nú inn í búningsklefa með tár í augunum," sagði Daniel Farke, stjóri Norwich, eftir tap gegn Englandsmeisturum Chelsea í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Liðin þurftu að mætast tvisvar og í bæði skiptin var jafnt eftir venjulegan leiktíma. Norwich, sem leikur í Championship-deildinni, jafnaði undir lokin í leiknum á Brúnni í kvöld. Það þurfti að framlengja en eftir framlenginguna var enn jafnt.

Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar hafði Chelsea betur. Norwich klikkaði á einni vítaspyrnu.

„Þetta var mögnuð frammistaða hjá okkur og við vorum nálægt því að vinna gegn Englandsmeisturunum. Ég get ekki hrósað strákunum mínum nægilega mikið."

„Ég er gríðarlega stoltur af liðinu. Nú getum við einbeitt okkur alveg að deildinni," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner