Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 18. janúar 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool vill ekki lána Woodburn
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur hafnað beiðni Sunderland um að fá Ben Woodburn á láni.

Chris Coleman, stjóri Sunderland, þekkir hinn unga Woodburn vel síðan hann þjálfaði landslið Wales.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vill hins vegar ekki láta Woodburn fara eftir að Philippe Coutinho yfirgaf félagið fyrr í mánuðinum.

Woodburn er 18 ára gamall en hann varð árið 2016 yngsti markaskorari í sögu Liverpool þegar hann skoraði gegn Leeds í deildabikarnum.

Fleiri félög hafa sýnt áhuga á að fá Woodburn á láni í gegnum tíðina en Liverpool hefur ekki viljað sleppa honum ennþá.
Athugasemdir
banner
banner
banner