Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 02. ágúst 2017 14:20
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fótbolti.net í hlaðvarpsþjónustum (Podcast)
Mynd: Fótbolti.net
Hægt er að nálgast upptökur úr útvarpsþætti Fótbolta.net af X977 ásamt hlaðvarpsþáttunum Innkastið og Leiðin út á hlaðvarpsþjónustum snjalltækja, hvort sem er iPhone, iPad eða Android.

Til að nálgast þættina í Apple tækjum þarf einungis að leita að "Fótbolti.net" í iTunes Podcast, eða sambærilegum forritum s.s Overcast.

Á sama hátt er hægt að nálgast þættina í Android tækjum með því að nota sambærileg forrit, s.s Pocket Casts eða Podcast Addict, og leita að "Fótbolti.net".

Fótbolti.net er með útvarpsþátt vikulega á X977 á laugardögum og er hægt að nálgast upptökur af þættinum ásamt Innkastinu sem er sérstakur hljóðvarpsþáttur þar sem fjallað er um fótboltann hér heima og erlendis.

Leiðin út er nýtt podcast hlaðvarpsþáttaröð þar sem rætt er við fótboltamenn sem fóru ungir út í atvinnumennsku. Umsjónarmaður þáttarins er Gylfi Tryggvason.

Návígi er þáttur þar sem Gunnlaugur Jónsson ræðir við þekkta aðila úr íslenska fótboltanum og umræðan er tekin á annað plan.

Þá má finna skemmtilega þætti um ítalska boltann en það er Björn Már Ólafsson sem stýrir þeim.

Sjá einnig:
Útvarp Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner