Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. janúar 2018 11:02
Magnús Már Einarsson
Leik Breiðabliks og ÍBV frestað
Breiðablik og ÍBV mætast ekki á morgun.
Breiðablik og ÍBV mætast ekki á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að fresta leik Breiðabliks og ÍBV sem átti að fara fram á morgun í Fótbolta.net mótinu.

Liðin áttu að mætast á KR-velli en sökum óhagstæðrar veðurspá hefur honum verið frestað um ótiltekinn tíma.

Spáð er tíu stiga frosti á höfuðborgarsvæðinu á morgun.

Einn leikur er á dagskra í A-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld en þar mætast HK og FH.

Í næstu viku er síðasta umferðin í riðlunum á dagskrá áður en leikið verður um sæti helgina 2-4. febrúar.

Í kvöld
18:00 HK-FH (Kórinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner