Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. janúar 2018 17:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða Vals 
Orri Sigurður að fara í Sarpsborg
Orri með Íslandsmeistarabikarinn.
Orri með Íslandsmeistarabikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Sarpsborg hafa komist að samkomulagi um kaup norska félagsins á miðverðinum Orra Sigurði Ómarssyni.

Orri fer í læknisskoðun til Sarpsborg eftir helgi og gengur væntanlega frá samningi þá.

Orri er 22 ára og hefur verið einn besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar síðustu ár. Hann var valinn í úrvalslið deildarinnar í fyrra þegar Valur varð Íslandsmeistari.

Þá á hann tvo bikarmeistaratitla með Valsmönnum.

Hann var í íslenska landsliðshópnum sem er nýkominn heim frá Indónesíu og á þrjá landsleiki að baki.

Fyrr í vetur virtist Orri vera á leið til danska félagsins Horsens en hann er nú á í Sarpsborg sem hafnaði í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er því á leið í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner