fös 19. janúar 2018 18:15
Elvar Geir Magnússon
Kristján Flóki skoraði í tapleik gegn C-deildarliði
Kristján Flóki Finnbogason.
Kristján Flóki Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska úrvalsdeildarliðið Start tapaði fyrir Flekk­eröy 2-1 í æfingaleik sem fram fór í knatthúsinu Sörlandshallen í dag.

Kristján Flóki Finnbogason fór til Start frá FH í fyrra en liðið komst upp og leikur í efstu deild í sumar. Íslendingurinn skoraði eina mark Start í dag þegar hann jafnaði í 1-1.

Flekk­eröy er í norsku C-deildinni og er með gott tak á Start en liðið sló einmitt Start út úr norska bikarnum á síðasta tímabili.

Kristján Flóki er 23 ára sóknarmaður og er nýkominn frá Indónesíu þar sem hann var með íslenska landsliðinu. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í því ferðalagi.

Í viðtali við heimasíðu Start talar hann um draum sinn að komast í HM-hóp Íslands. Hann gerir sér þó grein fyrir því að hann þurfi að bæta sig á þeim mánuðum sem eru eftir fram að valinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner