Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. janúar 2018 09:30
Ingólfur Stefánsson
Wenger vill gera Wilshere að fyrirliða
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur tilkynnt Jack Wilshere að hann sjái hann fyrir sér sem framtíðar fyrirliða liðsins skrifi hann undir nýjan samning.

Wilshere sem hefur náð sér af meiðslum hefur verið einn af fáum ljósum punktum í liði Arsenal í vetur en framtíð hans hjá liðinu er enn í óvissu.

Samningur Wilshere við félagið rennur út næsta sumar. Wenger hefur þó trú á því að Wilshere skrifi undir nýjan samning.

„Hann er Arsenal maður og ég sé hann ekki fyrir mér annarsstaðar. Hann var hérna þegar hann var 10 ára og hann hefur einnig mikla leiðtogahæfileika og góðan fótboltaheila."

„Hann er með fulla einbeitingu á Arsenal. Hann fór á lán síðasta tímabil og kom aftur. Það sýnir að honum finnst lífið hér ekki slæmt."

„Það efast enginn um ást hans og skuldbindingu við félagið. Við þurfum bara að komast að samkomulagi."


Arsenal mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag og er líklegt að Wilshere verði í eldlínunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner