Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. janúar 2018 11:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Brighton og Chelsea: Batshuayi leiðir línuna
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni á þessum laugardegi er á milli nýliða Brighton og Englandsmeistara Chelsea. Hann hefst eftir rétt tæpan klukkutíma, á slaginu 12:30.

Chelsea hefur lent í vandræðum í síðustu leikjum sínum en fimm síðustu leikir liðsins hafa endað í jafntefli, þar á meðal hafa þrír af þeim endað markalausir.

Síðasti leikur Chelsea var í FA-bikarnum á miðvikudag þar sem liðið þurfti vítaspyrnukeppni til að sigra Norwich.

Alvaro Morata og Pedro fengu báðir rautt gegn Norwich og eru ekki með gegn Brighton í dag. Thibaut Courtois, Gary Cahill, Cesc Fabregas og Danny Drinkwater eru heldur ekki með í dag.

Michy Batshuayi leiðir sóknarlínu Chelsea og fyrir aftan hann eru Willian og Eden Hazard. Ross Barkley er á varamannabekknum.

Hér að neðan eru bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Brighton: Ryan, Suttner, Schelotto, Duffy, Dunk, Goldson, Gross, March, Stephens, Propper, Hemed.
(Varamenn: Krul, Hünemeier, Kayal, Baldock, Murray, Izquierdo, Rosenior)

Byrjunarlið Chelsea: Caballero, Rudiger, Christensen, Azpilicueta, Alonso, Moses, Kante, Bakayoko, Willian, Hazard, Batshuayi.
(Varamenn: Eduardo, Musonda, Zappacosta, Luiz, Ampadu, Sterling, Barkley)



Athugasemdir
banner
banner
banner