lau 20. janúar 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um City og Sanchez: Snýst ekki um peninga
Klopp faðmar hér Pep Guardiola, stjóra Man City.
Klopp faðmar hér Pep Guardiola, stjóra Man City.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, neitar að trúa því að Manchester City hafi hætt við kaupin á Sílemanninum Alexis Sanchez af fjárhagslegum ástæðum.

Sanchez er á förum frá Arsenal og er að ganga í raðir Manchester United, en í fyrstu leit út fyrir að ekkert annað lið kæmi til greina hjá Sanchez en Man City.

City ákvað hins vegar að hætta við hann en sagt hefur verið að ástæðan fyrir því sé fjárhagslegs eðlis. Arsenal bað um 35 milljónir punda og Sanchez er með háar launakröfur og City-liðið á þess vegna að hafa dregið sig úr kapphlaupinu.

Aðspurður út í félagaskipti Sanchez í gær sagði Klopp: „Ég get ekki ímyndað mér að City hafi dregið sig úr kapphlaupinu vegna peninga."

„Þetta snýst ekki um peninga. Kannski gerðist þetta vegna þess að það eru tvö tækifæri í Manchester og ef þú hugsar þannig að hann gæti farið í báðar áttir, þá hugsar kannski annað félagið: 'Ég vil hann ekki lengur'. Ég er ekki viss, en þetta snýst ekki um peninga."
Athugasemdir
banner
banner
banner