Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. janúar 2018 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd hefur engan áhuga á Ronaldo - Sanchez fær sjöuna
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ekki áhuga á því að fá Cristiano Ronaldo aftur til félagsins. Frá þessu segir spænska blaðið Marca, en þar segir að koma Alexis Sanchez til United muni hindra það að Ronaldo snúi aftur á Old Trafford sem leikmaður Man Utd.

Sanchez mun fá treyju númer sjö hjá Manchester United, en það er jafnan treyjunúmerið sem Ronaldo leikur með.

Í þessari viku hafa spænskir fjölmiðlar greint frá því að Ronaldo sé óánægður í herbúðum Real Madrid.

AS segir að portúgalska ofurstjarnan telji sig hafa verið svikin. Forseti Real Madrid, Florentino Perez, hefur ekki staðið við loforð um samningamál Ronaldo.

Sagt er að eftir að Ronaldo skoraði tvívegis í 4-1 sigri gegn Juventus í úrslitum Meistaradeildarinnar í maí í fyrra hafi Perez lofað Ronaldo vænri launahækkun en ekki staðið við það.

Ronaldo hefur víst mikinn áhuga á að snúa aftur til Manchester en Jose Mourinho, stjóri United, hefur ekki áhuga þar sem hann er að fá Alexis Sanchez frá Arsenal. Marca bætir því einnig við að Mourinho hafi ekki lengur áhuga á liðsfélaga Ronaldo, Gareth Bale.



Athugasemdir
banner
banner
banner