banner
   lau 20. janúar 2018 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea gekk á lagið og rúllaði yfir Brighton
Leikmenn Chelsea fagna hér marki í dag. Þeir náðu loksins að knýja fram sigur.
Leikmenn Chelsea fagna hér marki í dag. Þeir náðu loksins að knýja fram sigur.
Mynd: Getty Images
Brighton 0 - 4 Chelsea
0-1 Eden Hazard ('3 )
0-2 Willian ('6 )
0-3 Eden Hazard ('77 )
0-4 Victor Moses ('89 )

Eftir mikla markaþurrð og depurð í undanförnum leikjum vöknuðu leikmenn Chelsea til lífsins í dag og völtuðu yfir nýliða Brighton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni.

Eden Hazard kom Chelsea yfir strax á þriðju mínútu og stuttu seinna bætti Willian við marki eftir glæsilegt spil.

Staðan var 2-0 í hálfleik en í seinni hálfleiknum bætti Chelsea við öðrum tveimur mörkum. Hazard setti annað mark sitt á 77. mínútu og Victor Moses hamraði síðasta naglann í líkkistu Brighton.

Frábær sigur Chelsea staðreynd og Englandsmeistararnir eru komnir upp að hlið Manchester United í öðru til þriðja sæti deildarinnar. United á leik gegn Burnley á eftir. Brighton er í 16. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner