Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
   sun 21. janúar 2018 09:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Óli Stefán: Óraunhæfar kröfur að einhver einn fylli skarð Andra
Óli Stefán var nálægt því að yfirgefa Grindavík í fyrra.
Óli Stefán var nálægt því að yfirgefa Grindavík í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli og aðstoðarmaður hans, Milan Stefán Jankovic.
Óli og aðstoðarmaður hans, Milan Stefán Jankovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með að við höfum tryggt kjarnann áfram, það fór nokkur vinna í það," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, þegar útvarpsþátturinn Fótbolti.net tók púlsinn á honum í gær.

Grindavík hafnaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra sem nýliði. Skærasta stjarna liðsins á því tímabili, Andri Rúnar Bjarnason, er farinn út í atvinnumennsku en Óli Stefán veit að hann verður enn í umræðunni í tengslum við Grindavík.

„Ég átti til dæmis ekki von á öðru en að hann yrði nefndur í þessu viðtali! Það er eðlilegt. Hann gerði ótrúlega hluti í fyrra en nú er hann farinn í önnur verkefni og við óskum honum bara góðs gengis. Við gerum okkar besta til að fylla hans skarð."

Óli segir að það muni ekki einhver einn leikmaður fá þá pressu að ætla að fylla skarð Andra sem skoraði 19 mörk í deildinni í fyrra.

„Það eru óraunhæfar kröfur. Ég horfi á það þannig að við séum að vinna með spennandi sóknarleik og við höfum skorað mikið síðan ég og Janko tókum við. Liðið þarf að skora meira en 31 mark í sumar ef við ætlum að gera einhverja hluti en það má dreifast á 18 leikmenn mín vegna. Við byggjum okkar sóknarleik þannig að við getum skorað úr mörgum áttum," segir Óli Stefán.

Alexander Veigar Þórarinsson skoraði aðeinst tvö deildarmörk í fyrra og Óli viðurkennir að hann ætti að geta skorað fleiri.

„Við allir erum sammála því, ekki síst hann sjálfur, að hann á inni fleiri mörk. Það á við um fleiri leikmenn."

Grindavík fékk til sín í vetur sóknarmanninn Jóhann Helga Hannesson frá Þór Akureyri.

„Hann er allt öðruvísi leikmaður en Andri Rúnar. Við þurfum að aðlaga okkar leikstíl að hans styrkleikum og við erum að vinna í því núna. Hann er mjög sterkur í að taka á móti bolta upp á topp og leggja hann niður. Hann er mjög duglegur og grimmur inni í boxinu. Ef ég ætti að nefna einhverja styrkleika sem hann hefur frekar en Andri Rúnar þá er Jóhann töluvert sterkari í loftinu."

„Ef að Jóhann Helgi skorar átta mörk og bætir þar með sitt persónulega met, þá er ég himinlifandi með hans frammistöðu. Jóhann Helgi kemur líka með ákveðna hluti inn í liðið varnarlega. Hann er ótrúlega duglegur og fylginn sér. Það er örugglega ekki til varnarmaður á Íslandi sem ekki hatar að spila á móti honum, það er það leiðinlegt að mæta honum!" segir Óli Stefán.

Grindavík fékk einnig Aron Jóhannsson frá Haukum. Óli segir að framfarir hans hafi verið hraðar og hann sé viss um að hann eigi eftir að koma sterkur inn í sumarið.

Óli gerir sér grein fyrir því að tímabil tvö í efstu deild reynist mörgum liðum erfitt.

„Það sem við einblínum á er að laga okkar leik. Eitt af því sem gerði það að verkum að ég vildi halda áfram í þessu starfi er að ég og Janko erum að fara inn í þriðja árið saman. Það er oft talað um að á þriðja ári hjá þjálfurum þá sé takturinn í liðinu kominn. Maður sér það alveg á liðinu að menn þekkja sín hlutverk mjög vel. Þessi þriggja ára vinna er að skila sér."

Óli var nálægt því að láta af störfum sem þjálfari Grindavíkur eftir síðasta tímabil.

„Ég var tiltölulega nálægt því að segja þetta gott. Auðvitað voru atriði sem ég og stjórn Grindavíkur þurftum að ræða hvort við gætum ekki gert betur. Aðallega var þetta samt fjölskyldutengt. Fjölskylda mín býr á Hornafirði á meðan ég vinn í Grindavík og það reynir mikið á. Auðvitað gerir maður þetta ekki án þess að hafa stuðning fjölskyldunnar á bakinu og sem betur fer hef ég hann. Eftir tveggja til þriggja vikna umhugsun ákváðum við að halda áfram," segir Óli en viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner