Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. janúar 2018 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson: Monreal refsaði okkur
Mynd: Getty Images
„Að við skyldum fá á okkur þrjú mörk á fyrstu 13 mínútunum gerði okkur erfitt fyrir, þetta var slæmur fyrri hálfleikur," sagði gamli refurinn, Roy Hodgson, eftir 4-1 tap Crystal Palace gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á þessum laugardegi.

„Í seinni hálfleiknum spiluðum við að minnsta kosti eins og liðið sem við viljum vera," sagði Hodgson en staðan var orðin 4-0 fyrir Arsenal eftir 22 mínútur.

„Við töpuðum stórt, en að minnsta kosti varð þetta ekki vera. Þetta hefði getað orðið heilt flóð af mörkum."

„Þetta var auðvelt fyrir Arsenal en við gerðum þeim aðeins erfiðara fyrir í seinni hálfleiknum. Við gleymdum okkur tvisvar gagnvart Nacho Monreal og hann refsaði okkur."

Að lokum greindi Hodgson frá því að hann væri ósáttur með dómgæsluna í garð Wilfried Zaha. Hann segir að fjölmiðlaumtal sem Zaha fær hafi áhrif á dómara.

„Hann er leikmaður sem stendur í fæturna meira en margir."
Athugasemdir
banner
banner
banner