Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. janúar 2018 20:30
Gunnar Logi Gylfason
Carrick skemmti sér meðal áhorfenda
Carrick og Eiður Smári í góðgerðaleik
Carrick og Eiður Smári í góðgerðaleik
Mynd: Getty Images
Michael Carrick hefur ekkert spilað með Manchester United síðan hann fann fyrir óreglulegum hjartslætti í september.

Hann fylgist þó vel með sínum mönnum og lét sig ekki vanta á leik liðsins gegn Burnley á Turf Moor í dag. Carrick sat þá meðal stuðningsmanna Manchester United, þeim til mikillar gleði.

Carrick, sem er 36 ára, byrjaði ferilinn hjá West Ham en hann hefur spilað með Man Utd síðan 2006 og skorað 17 mörk fyrir félagið.

Tilkynnt var í gær að skórnir færu á hilluna í lok tímabils.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner