lau 20. janúar 2018 22:00
Gunnar Logi Gylfason
Stoke vill U21 landsliðsmann Englands
Gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina
Gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Jack Harrison, miðjumaður New York City FC, í bandarísku MLS-deildinni er farinn að vekja áhuga í heimalandinu.

Stoke er sagt hafa áhuga á að kaupa þennan 21 árs gamla Englending sem fæddist í Stoke en spilaði í akademíu Manchester United.

Stoke á að hafa boðið 3,2 milljónir punda í leikmanninn. En sú upphæð gæti hækkað upp í 4,3 milljónir.

Ferill Harrison er ólíkur ferli flestra ungra Englendinga. Hann var í stuttan tíma í unglingaakademíu Liverpool. Þaðan flutti hann sig yfir til Manchester og var í sjö ár í unglingaakademíu Manchester United en flutti 14 ára til Bandaríkjanna.

Harrison spilaði með Wake Forest Demon Deacons í háskólaboltanum í Bandaríkjunum árið 2015 og var valinn fyrstur í nýliðavali MLS-deildarinnar árið 2016.

Harrison verður fyrsti leikmaðurinn í stuttri sögu New York City FC til að vera seldur frá félaginu ef af félagaskiptunum verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner