Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. janúar 2018 23:00
Gunnar Logi Gylfason
Guardiola: Við ætlum ekki að kaupa sóknarmann
Guardiola treystir Aguero fullkomlega
Guardiola treystir Aguero fullkomlega
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester City komu sér aftur á sigurbraut í kvöld með 3-1 sigri gegn botnbaráttuliði Newcastle.

Sergio Aguero skoraði öll þrjú mörk liðsins. Þar með er hann kominn með 16 mörk í 19 leikjum í deildinni á þessu tímabili.

Manchester City voru orðaðir við Alexis Sanchez en hættu við að fá hann. Guardiola telur ekki vera þörf á því að bæta við sóknarmanni.

„Við erum ekki að fara að kaupa annan sóknarmann," sagði Spánverjinn.

„Við erum með hann [Aguero] og fáum Gabriel úr meiðslum eftir tvær til þrjár vikur."

Manchester City er langmarkahæsta lið deildarinnar með 70 mörk.
Liðið þarf að skora 33 mörk í viðbót til að jafna markamet ensku úrvalsdeildarinnar, sem Chelsea setti tímabilið 2009-2010 er liðið skoraði 103 mörk undir stjórn Carlo Ancelotti.

Athugasemdir
banner
banner
banner