banner
   lau 20. janúar 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Conte: Erfitt að keppast við Manchester-liðin
Conte finnst erfitt að keppast við Mourinho og félaga á félagaskiptamarkaðnum
Conte finnst erfitt að keppast við Mourinho og félaga á félagaskiptamarkaðnum
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, þjálfari Chelsea, gaf það í skyn að erfitt er að keppast við Manchester City og United á félagaskiptamarkaðnum.

Chelsea keyptu Alvaro Morata á 70 milljónir punda síðastliðið sumar en hafa verið orðaðir við Andy Carroll og Peter Crouch í þessum mánuði.

Á sama tíma hafa Manchester liðin verið orðuð við Alexis Sanchez og eru allar líkur á að hann fari til rauðu djöflanna.

„Þetta er spurning fyrir stjórnarmenn," sagði Conte á fréttamannafundi á æfingasvæði Chelsea, Cobham, þegar hann var spurður út í málið.

„Klárlega, það eru raunveruleikinn, það er ekki auðvelt að keppast við þau. En ég veit ekki. Ég er ekki í stöðu til að fylgja því eftir," sagði hann svo.

Chelsea keypti Ross Barkley, sem hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna meiðsla, frá Everton á 15 milljónir punda í þessum mánuði.

Liðið situr í 3.sæti deildarinnar og vann fyrsta leik sinn á árinu fyrr í dag gegn Brighton.
Athugasemdir
banner
banner