sun 21. janúar 2018 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kína hefur unnið þrjá í röð undir stjórn Sigga Ragga
Mynd: Getty Images
Kínverska kvennalandsliðið undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er þessa stundina að gera góða hluti á fjögurra liða móti sem haldið er í Foshan í Kína.

Auk Kína leik Víetnam, Kólumbía og Taíland á mótinu.

Stúlkurnar hans Sigga Ragga burstuðu Víetnam 4-0 á föstudaginn og í dag hafði liðið betur gegn Taílandi 2-1 eftir að hafa lent undir.

Kína er því með fullt hús stiga eftir tvo leiki en næsti og síðasti leikur liðsins á mótinu er á þriðjudag gegn Kólumbíu.

Siggi Raggi tók við Kína undir lok síðasta árs eftir að hafa þjálfað kvennalið Jiangsu Suning í landinu. Kína tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum undir stjórn Sigurðar en hefur nú unnið þrjá í röð.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner