Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. janúar 2018 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real svaraði með því að skora sjö mörk
Ronaldo skoraði tvö.
Ronaldo skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Real Madrid sýndu úr hverju þeir eru gerðir þegar þeir mættu Deportivo La Coruna í dag.

Real lenti undir á 23. mínútu og urðu stuðningsmenn liðsins þá strax áhyggjufullir enda hefur gengið ekki verið gott hjá liðinu á tímabilinu. Madrídingar svöruðu þó fyrir sig og voru komnir 2-1 yfir þegar dómarinn flautaði til hálfleiks, Nacho og Bale með mörkin.

Gareth Bale gerði sitt annað mark í upphafi seinni hálfleiks og svo komu mörkin á færibandi. Luka Modric gerði fjórða markið og síðan bætti Cristiano Ronaldo við tveimur til viðbótar. Nacho gerði annað mark sitt áður leiknum lauk og lokatölur 7-1!

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Real Madrid sem er í fjórða sæti með 35 stig. Deportivo er í 18. sæti með 16 stig.

Fyrr í dag gerðu Alaves og Leganes 2-2 jafntefli. Leganes er í 13. sæti og Alves er með sex stigum minna í 16. sæti.

Real Madrid 7 - 1 Deportivo
0-1 Adrian Lopez ('23 )
1-1 Nacho ('32 )
2-1 Gareth Bale ('42 )
3-1 Gareth Bale ('58 )
4-1 Luka Modric ('68 )
5-1 Cristiano Ronaldo ('78 )
6-1 Cristiano Ronaldo ('84 )
7-1 Nacho ('88 )

Alaves 2 - 2 Leganes
1-0 Munir El Haddadi ('46 )
2-0 Alfonso Pedraza ('52 )
2-1 Gabriel ('75 , víti)
2-2 Joseba Zaldua ('90 )
Rautt spjald: Rodrigo Ely, Alaves ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner