Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 22. janúar 2018 08:51
Magnús Már Einarsson
Birkir Bjarna: Nú fer ég ekki neitt
Birkir verður áfram hjá Aston Villa.
Birkir verður áfram hjá Aston Villa.
Mynd: Getty Images
„Fyr­ir ekki nema 2-3 vik­um var ég mjög viss um að ég myndi fara, og vildi hrein­lega fara, en nú er ég al­veg hætt­ur við það. Nú fer ég ekki neitt,“ seg­ir Birk­ir Bjarna­son, landsliðsmaður og leikmaður Aston Villa, í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Birkir var á dögunum orðaður við endurkomu til Ítalíu en félög eins og Spal og Parma höfðu sýnt honum áhuga.

Undanfarnar vikur hefur Birkir hins vegar spilað frábærlega með Aston Villa og unnið sér inn sæti í liðinu.

Um helgina fékk Birkir góða dóma og mikið hrós frá stuðningsmönnum eftir 3-1 sigur Aston Villa á Barnsley.

„Ég er bú­inn að spila núna fjóra síðustu leiki, en fyr­ir það hafði ég ekki spilað í mjög lang­an tíma. Þetta lít­ur mjög vel út núna. Það hef­ur gengið ótrú­lega vel, bæði hjá mér og liðinu, og ég er bara veru­lega bjart­sýnn,“ seg­ir Birk­ir við Morgunblaðið.

Umboðsmaður Birkis var byrjaður að ræða við ítölk félög en nú er ljóst að ekkert verður af félagaskiptum.

Þess í stað mun Birkir hjálpa Aston Villa í toppbaráttunni í Champiponship deildinni en liðið er í 4. sæti, tveimur stigum á eftir Derby sem er í 2. sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner