Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. janúar 2018 09:01
Magnús Már Einarsson
Sam Allardyce: Gylfi og Rooney geta ekki spilað saman
Segir að þeir séu of hægir til að spila báðir
Rooney og Gylfi.
Rooney og Gylfi.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Everton, segir að það henti ekki vel að hafa Wayne Rooney og Gylfa Þór Sigurðsson báða saman í byrjunarliði. Allardyce segir að þá skorti meiri hraða til að geta báðir verið í liðinu.

Í vetur hefur Gylfi mikið spilað á vinstri kanti á meðan Rooney hefur verið fremst á miðjunni. Um helgina fékk Gylfi kærkomið tækifæri fremst á miðjunni í 1-1 jafntefli gegn WBA á meðan Rooney var settur á bekkinn en Gylfi fékk fína dóma fyrir frammistöðu sína.

„Í síðustu viku sagði ég að við þyrftum að vera fljótari. Við höfum bætt það núna með því að fá Theo (Walcott) og Yannick (Bolasie) þegar hann kemst á fulla ferð en á miðjunni þá verður þú að geta hlaupið," sagði Sam.

„Þegar Rooney og Gylfi spila saman þá eru þeir mjög klókir og hæfileikaríkir leikmenn en það að hlaupa er ekki þeirra styrkleiki."

„Ég þarf þess vegna að taka stóra ákvörðun um það hver spilar þennan leik og hver spilar næsta. Að mínu mati hefur Gylfi verið útundan á vinstri kantinum svo ég vildi spila honum í þeirri stöðu sem hann vill spila og sjá hvað hann getur."

„Sem lið þá vantar okkur hraða. Það er eitthvað sem ég þarf að takast á við til loka tímabilsins og horfa síðan a hópinn í heild og segja: 'Hvað get ég gert til að gera hópinn betri?"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner