Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. janúar 2018 11:50
Elvar Geir Magnússon
Nýr stjóri Watford stendur fyrir aga og skipulag
Javi Gracia, stjóri Watford.
Javi Gracia, stjóri Watford.
Mynd: Getty Images
Watford tilkynnti í gær um ráðningu á Javi Gracia sem er nýr stjóri félagsins. Hann tekur við af Marco Silva sem var rekinn í gærmorgun.

Gracia er ekki þekktur meðal íslenskra fótboltaáhugamanna en hann hefur verið atvinnulaus síðan í júní í fyrra þegar hann yfirgaf Rubin Kazan í Rússlandi.

Hann er tíundi knattspyrnustjórinn sem vinnur undir Pozzo fjölskyldunni hjá Watford síðan 2012. En hver er þessi 47 ára maður?

„Það kemur engum á Spáni á óvart að sjá Gracia aftur í stjórastól því hann er reglulega orðaður við stór störf. Þar á meðal hjá Athletic Bilbao, Sevilla og hans fyrrum félagi Malaga. Nýlega var hann orðaður við starfið hjá Espanyol ef Quique Sanchez Flores hefði samþykkt tilboð frá Stoke City," segir Andy West, breskur sérfræðingur um spænska fótboltann.

Gracia átti tvö mjög góð tímabil sem stjóri Malaga þar sem hann stýrði liðinu í efri helminginn tvívegis. Leikstíll liðsins var að mestu byggður á frábæru varnarskipulagi.

„Lið hans spila ekki flæðandi sóknarbolta en hann stendur fyrir aga og skipulagi. Það er erfitt að brjóta lið hans niður. Stuðningsmenn Watford geta búið sig undir árangursríkan fótbolta og mikið jafnvægi í liðinu frekar en taumlausri sóknarskemmtun."

Gracia gekk ekki vel með Rubin Kazan en hann segir að samskiptaörðugleikar hafi orðið til þess að hann náði ekki því besta úr leikmönnum. Hann ku vera góður í ensku svo það ætti ekki að vera vandamál hjá Watford.

Watford er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en félagið segir að Marco Silva hafi misst fulla einbeitingu eftir að Everton reyndi að fá hann. Það hafi svo bitnað á úrslitum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner