Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. janúar 2018 16:45
Magnús Már Einarsson
Víkingur Ólafsvík ekki með lið í meistaraflokki kvenna í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Víkingur Ólafsvík mun ekki senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna í sumar. Víkingur féll úr 1. deildinni í fyrra en liðið verður ekki með í 2. deild í ár.

Tomasz Luba, sem lagði skóna á hilluna í haust, átti að þjálfa meistaraflokk kvenna á komandi tímabili en nú hefur verið ákveðið að Víkingur sendir einungis lið í 2. flokki kvenna.

Af Facebook síðu Víkings Ó.
Stjórn UMF Víkings/Reynis og meirihluti stjórnar meistaraflokks kvenna hjá Víkingi Ólafsvík hafa í sameiningu ákveðið að senda ekki lið til keppni í meistaraflokk kvenna næsta sumar.

Víkingur Ó. hefur sent kvennalið til þátttöku á Íslandsmót í meistaraflokki kvenna síðan árið 2013 og hefur uppgangurinn í kvennaboltanum verið verulegur hér á Snæfellsnesinu.

Staðan nú er hinsvegar þannig að liðið okkar er ákaflega ungt og eftir samtöl milli stjórna og við fagaðila er það sameiginleg niðurstaða að betra sé að senda lið til keppni í 2. flokk kvenna þetta keppnistímabilið.

Þó svo að ekki verði meistaraflokkslið hér í Ólafsvík í sumar erum við hvergi af baki dottin hvað uppgang kvennaknattspyrnu varðar en teljum þessa ákvörðun nauðsynlega fyrir áframhaldandi uppbyggingu okkar unga liðs.
Þá er stefnan sett á að mæta tvíefld til leiks með meistaraflokkslið sumarið 2019!

Áfram Víkingur!
Athugasemdir
banner
banner
banner