Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. janúar 2018 17:06
Elvar Geir Magnússon
Orri gerði þriggja ára samning við Sarpsborg (Staðfest)
Orri Sigurður Ómarsson.
Orri Sigurður Ómarsson.
Mynd: Sarpsborg
Miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson hefur gert þriggja ára samning við norska félagið Sarpsborg.

„Ég tel að þetta sé rétt skref á mínum ferli," segir þessi 22 ára leikmaður sem hefur verið einn besti varnarmaður Pepsi-deildarinnar undanfarin ár.

Hann var í liði ársins í deildinni í fyrra þegar Valur varð Íslandsmeistari en þá hefur hann tvívegis orðið bikarmeistari með liðinu.

„Sarpsborg er flott félag sem spilar góðan fótbolta. Ég er fullur tilhlökkunar og lofa stuðningsmönnum því að ég legg mig 100% fram í öllum leikjum."

Orri var í íslenska landsliðshópnum sem er nýkominn heim frá Indónesíu og á þrjá landsleiki að baki.

Fyrr í vetur virtist Orri vera á leið til danska félagsins Horsens en hann er nú kominn til Sarpsborg sem hafnaði í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er því á leið í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Það er góð Íslendingahefð hjá Sarpsborg en Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Guðmundur Þórarinsson, Haraldur Björnsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru á sínum tíma hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner