þri 23. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Völsungur | Græni herinn 
John Andrews nýr þjálfari Völsungs (Staðfest)
John er með UEFA-A þjálfararéttindi ásamt því að hafa lokið háskólagráðu í íþróttafræðum. Hann er einnig vottaður ISSA og FMS einkaþjálfari.
John er með UEFA-A þjálfararéttindi ásamt því að hafa lokið háskólagráðu í íþróttafræðum. Hann er einnig vottaður ISSA og FMS einkaþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írinn John Andrews hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Völsungi.

John er flestum kunnur eftir tíma sinn á Íslandi þar sem hann lék fyrir Aftureldingu í fjögur ár áður en hann tók við stjórn kvennaliðsins. Þá stýrði hann Hvíta riddaranum í tvö ár samhliða spilamennsku.

Undanfarið hefur John séð um styrktarþjálfun hjá Liverpool akademíunni á Indlandi og Dsk Shivajians.

„Þessi ráðning er gífurlega mikill fengur fyrir Völsung og liður í því að koma meistaraflokknum, sem er í 2. deild upp í 1. deild. Unnið er að því að stækka leikmannahópinn," segir meðal annars í fréttatilkynningu frá Völsungi.

„Ég er himinsæll og glaður að vera komin aftur til Íslands! Ég var farinn að sakna rækjusalatsins og þessarar miklu orku og metnaðar sem einkennir Íslendinga. Þetta er á margan hátt bara eins og á Írlandi - bara á öðru tungumáli," sagði John um ráðninguna.

„Húsavík er dásamlegur staður og gæðin hér í Völsungi og starfinu eru mjög mikil. Ég get hreinlega ekki beðið eftir því að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er framundan hér og skrifa söguna á jákvæðan hátt fyrir þennan magnaða bæ og frábæra félag!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner