Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 23. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hjörtur og Ágúst gerðu jafntefli við kínversku meistarana
Ágúst Eðvald þykir afar spennandi. Hann er fæddur árið 2000 og var hjá unglingaliði Norwich í átta mánuði áður en hann var fenginn til Bröndby í haust. Hann lék 7 meistaraflokksleiki fyrir Breiðablik aðeins 16 ára gamall.
Ágúst Eðvald þykir afar spennandi. Hann er fæddur árið 2000 og var hjá unglingaliði Norwich í átta mánuði áður en hann var fenginn til Bröndby í haust. Hann lék 7 meistaraflokksleiki fyrir Breiðablik aðeins 16 ára gamall.
Mynd: Bröndby
Bröndby 3 - 3 Guangzhou Evergrande
0-1 Markaskorara vantar ('3)
0-2 Markaskorara vantar ('5)
1-2 Kamil Wilczek ('12)
2-2 Simon Tibbling ('20)
2-3 Markaskorara vantar ('38)
3-3 Kevin Mensah ('73)

Ágúst Eðvald Hlynsson og Hjörtur Hermannsson komu báðir við sögu í vináttuleik Bröndby gegn Guangzhou Evergrande í Dúbaí.

Bröndby er í 10 daga æfingaferð í Dúbaí og spilaði við kínversku meistarana í gær. Fabio Cannavaro, sem varð heimsmeistari með Ítalíu 2006, er þjálfari Guangzhou.

Hjörtur kom inná í hálfleik og fékk Ágúst að spila síðasta hálftímann. Danska stórliðið hélt hreinu með Hjört í hjarta varnarinnar í síðari hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner