Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 26. janúar 2018 20:40
Ingólfur Stefánsson
Gunnar Þorsteins: Ánægjulegt að komast í úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson miðjumaður Grindavíkur var kátur eftir að Grindvíkingar tryggðu sér í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins með sigri á HK í kvöld.

Hann segir að það sé mikilvægt að fá að keppa að einhverju á þessum tímapunkti og fá alvöru leiki.

„Það er ánægjulegt að komast í úrslitin. Það var gaman að vera að keppa að einhverju og það verður gaman að fara í úrslitaleikinn."

„Við erum búnir að leyfa ungum strákum að spreyta sig og þeir eru að standa sig vel. Þetta er virkilega ánægjulegt."


Gunnar segir að mót eins og þessi séu mikilvæg á undirbúningstímabilinu.

„Það er gott að fá svona alvöru leiki til þess að sjá hvað er hægt að gera betur, hvað við erum að gera vel. Það eru margir hlutir sem við þurfum að laga en að sama skapi margt mjög gott."

Grindvíkingar komu á óvart í Pepsi deildinni síðasta sumar. Andri Rúnar Bjarnason var þá þeirra besti maður en hann er farinn í atvinnumennsku. Gunnar segir þó að markmiðið sé að gera enn betur en á síðasta tímabili.

„Það væri galið ef við ætluðum ekki að gera betur. Menn munu tala um að Andri sé farinn en við höfum sýnt það að við erum með sterkt lið. Það verða bara aðrir að stíga upp í markaskorun. Það er erfiðara að stoppa heilt lið en einn mann. "

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner