Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 26. janúar 2018 20:40
Ingólfur Stefánsson
Gunnar Þorsteins: Ánægjulegt að komast í úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson miðjumaður Grindavíkur var kátur eftir að Grindvíkingar tryggðu sér í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins með sigri á HK í kvöld.

Hann segir að það sé mikilvægt að fá að keppa að einhverju á þessum tímapunkti og fá alvöru leiki.

„Það er ánægjulegt að komast í úrslitin. Það var gaman að vera að keppa að einhverju og það verður gaman að fara í úrslitaleikinn."

„Við erum búnir að leyfa ungum strákum að spreyta sig og þeir eru að standa sig vel. Þetta er virkilega ánægjulegt."


Gunnar segir að mót eins og þessi séu mikilvæg á undirbúningstímabilinu.

„Það er gott að fá svona alvöru leiki til þess að sjá hvað er hægt að gera betur, hvað við erum að gera vel. Það eru margir hlutir sem við þurfum að laga en að sama skapi margt mjög gott."

Grindvíkingar komu á óvart í Pepsi deildinni síðasta sumar. Andri Rúnar Bjarnason var þá þeirra besti maður en hann er farinn í atvinnumennsku. Gunnar segir þó að markmiðið sé að gera enn betur en á síðasta tímabili.

„Það væri galið ef við ætluðum ekki að gera betur. Menn munu tala um að Andri sé farinn en við höfum sýnt það að við erum með sterkt lið. Það verða bara aðrir að stíga upp í markaskorun. Það er erfiðara að stoppa heilt lið en einn mann. "

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner