lau 10. febrúar 2018 17:28
Elvar Geir Magnússon
Ingi Sig og Valgeir koma nýir inn í stjórn KSÍ
Rúnar fer úr stjórninni
Ingi Sigurðsson, fyrrum leikmaður ÍBV, kemur inn í stjórnina.
Ingi Sigurðsson, fyrrum leikmaður ÍBV, kemur inn í stjórnina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Vífill fer úr stjórn KSÍ.
Rúnar Vífill fer úr stjórn KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á ársþingi KSÍ í dag var kosið í fjögur sæti í stjórninni en tíu aðilar buðu sig fram. Aldrei áður hafa eins mörg framboð komið í stjórnina eins og nú.

Sjá einnig:
Hver eru helstu málin sem brenna á frambjóðendum?

Gísli Gíslason (Akranesi) og Ragnhildur Skúladóttir (Reykjavík) voru kosin til áframhaldandi stjórnarsetu.

Þá koma Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) og Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) nýir inn í stjórnina.

Rúnar Vífill Arnarson hlaut ekki endurkjör í stjórnina en hann hefur setið í henni í tíu ár.

Ásgeir Ásgeirsson (Reykjavík), Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (Akranesi), Ríkharður Daðason (Reykjavík), Sigmar Ingi Sigurðarson (Kópavogi) og Valdimar Leó Friðriksson (Mosfellsbæ) voru einnig í framboði en lutu í lægra haldi.

Atkvæðafjöldi í kosningunni í dag: Ingi 109, Gísli 80, Ragnhildur 72, Valgeir 63 - Rúnar 55, Sigmar 43, Helga 40, Ásgeir 33, Valdimar 27, Ríkharður 14.

Stjórn KSÍ:
Guðrún I. Sívertsen, Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir, Kópavogi
Magnús Gylfason, Hafnarfirði
Vignir Már Þormóðsson Akureyri
(Tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2019)

Gísli Gíslason, Akranesi
Ragnhildur Skúladóttir, Reykjavík
Ingi Sigurðsson, Vestmannaeyjum
Valgeir Sigurðsson, Garðabæ
(Tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2020)

Sjá einnig:
Rafmagnað andrúmsloft á ársþinginu - Gjá milli KSÍ og ÍTF?
Athugasemdir
banner
banner