Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. febrúar 2018 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho vill fá verðlaun fyrir góða hegðun á hliðarlínunni
„Ég er nokkuð viss um að ég myndi vinna. Mér er alvara! Ég hef ekki valdið fjórða dómaranum vandræðum á hliðarlínunni, nema þegar ég steig inn á völlinn gegn Southampton.
„Ég er nokkuð viss um að ég myndi vinna. Mér er alvara! Ég hef ekki valdið fjórða dómaranum vandræðum á hliðarlínunni, nema þegar ég steig inn á völlinn gegn Southampton.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, telur að hann sé sá stjóri í ensku úrvalsdeildinni sem hagar sér best á hliðarlínunni. Ef veitt væru verðlaun fyrir góða hegðun myndi hann fá þau.

Mourinho hefur oft komist í fréttirnar fyrir hegðun sína á hliðarlínunni og hefur hann stundum fengið refsingu fyrir hana. Á síðasta tímabili var hann til að mynda dæmdur í bann er hann sparkaði í vatnsbrúsa sem voru á hliðarlínunni.

Hann vill þá sjálfur meina að hann hegði sér mjög vel.

„Ég er staðráðinn í að vinna verðlaun fyrir góða hegðun á hliðarlínunni. Mér er alvara," segir Mourinho.

„Það eru svo mörg verðlaun og þeir eiga líka að gefa ein verðlaun þeim stjóra sem hegðar sér best á hliðarlínunni. Fjórði dómarinn á að dæma um hver fái þau."

„Ég er nokkuð viss um að ég myndi vinna. Mér er alvara! Ég hef ekki valdið fjórða dómaranum vandræðum á hliðarlínunni, nema þegar ég steig inn á völlinn gegn Southampton."

„Mér er alvara, ég undirbý mig, ég er mjög ánægður. Ég get misst skapið mitt, stjórnina í einum leik, ég er ekki fullkominn."
Athugasemdir
banner
banner