þri 13. febrúar 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Gattuso sagður launalægstur í Serie A
Gennaro Gattuso.
Gennaro Gattuso.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso er launalægsti þjálfarinn í Serie A í dag þrátt fyrir að vera þjálfari stórliðs AC Milan.

Gattuso fær 120 þúsund evrur (15 milljónir króna) í árslaun sem er mun minna en Fabio Pecchia hjá Verona en hann er næstlaunalægstur með 250 þúsund evrur í árslaun.

Ástæðan fyrir þessu er að Gattuso var að þjálfa unglingalið AC Milan áður en hann tók við aðalliðinu af Vincenzo Montella fyrr á tímabilinu.

Launum Gattuso var ekki breytt þegar hann tók við nýju starfi og því er hann launalægsti þjálfari deildarinnar.

TIl samanborðar þá er Massimiliano Allegro þjálfari Juventus sagður fá sjö milljónir evra í árslaun og Luciano Spalletti fjórar milljónir evra hjá Inter. Montella var einnig með þrjár milljónir evra í árslaun áður en hann var rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner