þri 13. febrúar 2018 20:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hræðileg byrjun Tottenham - Piers Morgan hlær
Leikmenn Tottenham eru í vondum málum eins og staðan er núna.
Leikmenn Tottenham eru í vondum málum eins og staðan er núna.
Mynd: Getty Images
Tottenham byrjaði hræðilega gegn Juventus í leik sem nú stendur yfir í Meistaradeild Evrópu. Þetta er fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum og fer hann fram á heimavelli Juventus í Tórínó á Ítalíu.

Það tók Juventus ekki langan tíma að brjóta ísinn, það gerðu Ítalíumeistararnir í fyrstu sókn leiksins. Markið kom eftir aukaspyrnu Miralem Pjanic en það var Gonzalo Higuain sem skoraði.

Higuain var svo aftur á ferðinni á níundu mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu eftir að Ben Davies hafði brotið af Federico Bernardeschi, leikmanni Juventus, innan vítateigs.

Staðan var því 2-0 fyrir Juventus þegar tíu mínútur voru liðnar.

Piers Morgan, sjónvarpsmaður og stuðningsmaður Arsenal, skemmti sér vel yfir þessu eins og sést á tístinu hér að neðan.

Hægt er að fylgjast með framvindu mála á úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net. Manchester City etur kappi við Basel frá Sviss á sama tíma, en þar var Sergio Aguero að koma City í 3-0 nú rétt í þessu!



Athugasemdir
banner
banner