mið 14. febrúar 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gundogan vissi ekki af Löw í stúkunni - „Verðið að spyrja hann"
Gundogan var með tvennu.
Gundogan var með tvennu.
Mynd: Getty Images
Ilkay Gundogan fór á kostum í gær þegar Manchester City vann Basel 4-0 í Meistaradeildinni.

Gundogan kom City á bragðið með marki eftir hornspyrnu en hann gerði einnig síðasta markið í leiknum.

Stuart Brennan hjá Manchester Evening News gaf Gundogan 9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Joachim Low, landsliðsþjálfari Þýskalands, gerði sér ferð til Sviss í gær og fylgdist með Gundogan skora tvö mörk. Það er HM-ár og mikilvægt fyrir landsliðsþjálfarana að fylgjast vel með.

Sjálfur vissi ekki Gundogan að Löw hefði verið í stúkunni.

„Þið verðið að spyrja hann (hvað honum fannst um frammistöðuna). Vonandi naut hann vel," sagði Gundogan þegar honum var sagt frá því að Löw hefði verið í stúkunni.
Athugasemdir
banner
banner