mið 14. febrúar 2018 23:04
Elvar Geir Magnússon
Zidane: Náðum góðri stjórn á boltanum með Isco
Zidane var hæstánægður með sína menn.
Zidane var hæstánægður með sína menn.
Mynd: Getty Images
Real Madrid vann 3-1 sigur á heimavelli í fyrri leik sínum gegn PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fyrir leikinn var mest rætt um þá ákvörðun Zinedine Zidane að hafa Gareth Bale á bekknum en Isco í byrjunarliðinu.

„Með því að hafa Isco vildi ég hafa stjórn á boltanum og við náðum henni. Með fjóra á miðjunni gegn þremur frá þeim. Isco átti frábæran leik," sagði Zidane, eftir leikinn.

„Við spiluðum afskaplega vel frá upphafi leiks. Þetta var verðskuldaður sigur. Við erum ánægðir með úrslitin og þróun leiksins. Við sýndum karakter og fengum góðan stuðning úr stúkunni allan tímann."

Zidane segir að einvíginu sé þó alls ekki lokið.

„Þetta er ekki búið þrátt fyrir 3-1 sigur. Það er annar leikur eftir. Við erum að leika gegn frábæru liði," sagði Zidane.

Sjá einnig:
Einkunnir Real Madrid og PSG
Athugasemdir
banner
banner
banner