Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 18. febrúar 2018 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Madrid hafði betur í átta marka leik
Mynd: Getty Images
Real Betis 3 - 5 Real Madrid
0-1 Marco Asensio ('11)
1-1 Aissa Mandi ('33)
2-1 Nacho (37, sjálfsmark)
2-2 Sergio Ramos ('50)
2-3 Marco Asensio ('59)
2-4 Cristiano Ronaldo ('65)
3-4 Sergio Leon ('85)
3-5 Karim Benzema ('95)

Það er vitað mál að Real Betis er eitt af skemmtilegustu liðum Evrópu um þessar mundir og alltaf veisla að fylgjast með leikjum liðsins.

Betis er um miðja deild, fimm stigum frá evrópudeildarsæti og er búið að fá á sig 50 mörk í 24 leikjum.

Fjögur lið hafa skorað meira en Betis á tímabilinu á meðan aðeins tvö hafa fengið fleiri mörk á sig.

Real Madrid heimsótti Betis fyrr í kvöld og úr varð mikil skemmtun þar sem Madrídingar höfðu á endanum betur í átta marka leik.

Marco Asensio kom Madrid yfir en heimamenn sneru stöðunni við og voru 2-1 yfir í hálfleik. Sergio Ramos jafnaði snemma í síðari hálfleik.

Asensio og Cristiano Ronaldo bættu mörkum við, en heimamenn fengu mikið af færum í opnum leik og minnkuðu muninn aftur á 85. mínútu.

Það var á 95. mínútu sem Karim Benzema innsiglaði sigur Real Madrid. Liðið er í fjórða sæti, sautján stigum eftir toppliði Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner